Fritzl viðurkennir að hafa nauðgað dóttur sinni Guðjón Helgason skrifar 16. mars 2009 11:51 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira