Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 10:52 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh eru komnir í úrslit Ameríkudeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Erlendar Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Erlendar Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira