Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:00 Stórleikur Justin Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs í kvöld. Mynd/Stefán Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54) Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54)
Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira