Uppgjör útrásarvíkinga í Svíþjóð - 288 milljarðar horfnir 8. maí 2009 14:07 Í ársbyrjun 2008 áttu íslensku útrásarvíkingarnir ráðandi hluti í sænskum fyrirtækjum og félögum sem metnir voru á 18 milljarða sænskra kr. eða 288 milljarða kr. Í dag er þetta allt horfið eða „gufað upp" eins og það er orðað í úttekt sænska tímaritsins Veckans Affärer. Úttektin hefur verið birt á vefsíðu tímaritsins va.se. Þar segir að Íslendingunum, sem voru ekki nema sex talsins, hafi tekist á afar skömmum tíma að koma sér í stóra stöðu í sænsku viðskiptalífi með áhættusækni sinni. Þeir hafi byrjað smátt með litlum stöðum í félögum á borð við verðbréfamiðlunina D Carnegie . Það leið þó ekki á löngu þar til Íslendingarnir voru búnir að byggja upp, að vísu að mestu með lánum, stöðu sem nam 18 milljörðum sænskra kr. Sem dæmi um eignirnar nefnir va.se Intrum Justitia, Nordea, Carnegie, Invik, Ticket, JP Nordiska sem síðar varð Kaupþing Svergie, sænska hlutann af Milestone (Moderna) og Glitni. Landsbankinn var einnig umfangsmikill í Svíþjóð á tímabili með eignarhluti í t.d. Investor, Ericsson, Lundin Petroleum og SEB. Samtals námu eignir bankans 1,2 milljörðum sænskra kr. þegar best lét. Tímaritið ræðir við Jan Fock sem var forstjóri dótturfélags Kaupþings í Svíþjóð. Hann ber Íslendingunum vel söguna og segir þá hafa verið gáfaða menn en ekki skúrka eins og fjölmiðlar hafi gjarnan gefið í skyn. „Þeir tóku hlutina alvarlega en voru hinsvegar mun áhættusæknari en Svíar eiga að venjast," segir Fock. Tímaritið ræðir einnig við Pálma Haraldsson sem er nokkuð brattur þrátt fyrir að félag hans, Fons, sé orðið gjaldþrota. „Ég held að við komumst út úr þessu á réttum kili," segir Pálmi. „Ísland kemst aftur á lappirnar." Hér má svo bæta við að fyrrgreindir 288 milljarðar eru ekki alveg horfnir. Skilanefnd Kaupþings hefur greint frá því að eignasala bankans í Svíþjóð hafi hingað til skilað 135 milljörðum í hús. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í ársbyrjun 2008 áttu íslensku útrásarvíkingarnir ráðandi hluti í sænskum fyrirtækjum og félögum sem metnir voru á 18 milljarða sænskra kr. eða 288 milljarða kr. Í dag er þetta allt horfið eða „gufað upp" eins og það er orðað í úttekt sænska tímaritsins Veckans Affärer. Úttektin hefur verið birt á vefsíðu tímaritsins va.se. Þar segir að Íslendingunum, sem voru ekki nema sex talsins, hafi tekist á afar skömmum tíma að koma sér í stóra stöðu í sænsku viðskiptalífi með áhættusækni sinni. Þeir hafi byrjað smátt með litlum stöðum í félögum á borð við verðbréfamiðlunina D Carnegie . Það leið þó ekki á löngu þar til Íslendingarnir voru búnir að byggja upp, að vísu að mestu með lánum, stöðu sem nam 18 milljörðum sænskra kr. Sem dæmi um eignirnar nefnir va.se Intrum Justitia, Nordea, Carnegie, Invik, Ticket, JP Nordiska sem síðar varð Kaupþing Svergie, sænska hlutann af Milestone (Moderna) og Glitni. Landsbankinn var einnig umfangsmikill í Svíþjóð á tímabili með eignarhluti í t.d. Investor, Ericsson, Lundin Petroleum og SEB. Samtals námu eignir bankans 1,2 milljörðum sænskra kr. þegar best lét. Tímaritið ræðir við Jan Fock sem var forstjóri dótturfélags Kaupþings í Svíþjóð. Hann ber Íslendingunum vel söguna og segir þá hafa verið gáfaða menn en ekki skúrka eins og fjölmiðlar hafi gjarnan gefið í skyn. „Þeir tóku hlutina alvarlega en voru hinsvegar mun áhættusæknari en Svíar eiga að venjast," segir Fock. Tímaritið ræðir einnig við Pálma Haraldsson sem er nokkuð brattur þrátt fyrir að félag hans, Fons, sé orðið gjaldþrota. „Ég held að við komumst út úr þessu á réttum kili," segir Pálmi. „Ísland kemst aftur á lappirnar." Hér má svo bæta við að fyrrgreindir 288 milljarðar eru ekki alveg horfnir. Skilanefnd Kaupþings hefur greint frá því að eignasala bankans í Svíþjóð hafi hingað til skilað 135 milljörðum í hús.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira