Harpa Sif: Framtíðin blasir við þessu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2009 21:50 Harpa faðmar hér Florentinu Stanciu í leikslok Mynd/Anton Brink Harpa Sif Eyjólfsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar í N1 deild kvenna í dag eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja leiknum. Harpa skoraði fimm mörk í leiknum og átti líka þrjár línusendingar sem gáfu mörk. „Ég er að spila miklu stærra hlutverk hjá liðinu heldur en undanfarin ár og það er frábært að ná þá að vinna titilinn. Ég get bara ekki lýst þessari tilfinningu," sagði Harpa Sif Eyjólfsdóttir sem lék mjög vel í vörn og sókn hjá Stjörnunni í úrslitaeinvíginu. „Ég get ekki sagt að mér finnist ég eiga meira í þessum titli en hinum. Það er alltaf liðsheildin sem vinnur þetta hvort sem maður spilar mikið eða lítið," segir Harpa og bætir við: "Þetta er lið er ótrúlegt og við erum að spila á sextán og sautján ára stelpum sem taka við ábyrgðinni og eru frábærar," sagði Harpa. Harpa hefur átt margar frábærar sendingar á félaga sína í úrslitakeppninni en í lokaleiknum í daf þá náði hún einnig að skora nokkur glæsileg mörk sjálf. „Ég fór loksins að skora eitthvað í dag. Ég er mjög ánægð með varnarleikinn hjá liðinu því hann er búinn að vera ótrúlega góður. Við skorum alltaf okkar mörk," segir Harpa. Það er búið að reyna mikið á Stjörnuliðið í vetur þrátt fyrir velgengina. „Það var rosalega erfitt að missa Birgit Engl og Önnu Úrsulu en það sýnir bara styrk liðsins að það kemur alltaf maður í manns stað," segir Harpa. Harpa er einnig á því að Stjörnuliðið eigi eftir að vinna marga titla í viðbót. „Þetta á ekkert eftir að breystast neitt og þetta verður svona áfram í Garðabænum á næsta ári. Ég held að meðalaldurinn í liðinu séu 19,5 ár þannig að framtíðin blasir við þessu liði," sagði Harpa að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
Harpa Sif Eyjólfsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar í N1 deild kvenna í dag eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja leiknum. Harpa skoraði fimm mörk í leiknum og átti líka þrjár línusendingar sem gáfu mörk. „Ég er að spila miklu stærra hlutverk hjá liðinu heldur en undanfarin ár og það er frábært að ná þá að vinna titilinn. Ég get bara ekki lýst þessari tilfinningu," sagði Harpa Sif Eyjólfsdóttir sem lék mjög vel í vörn og sókn hjá Stjörnunni í úrslitaeinvíginu. „Ég get ekki sagt að mér finnist ég eiga meira í þessum titli en hinum. Það er alltaf liðsheildin sem vinnur þetta hvort sem maður spilar mikið eða lítið," segir Harpa og bætir við: "Þetta er lið er ótrúlegt og við erum að spila á sextán og sautján ára stelpum sem taka við ábyrgðinni og eru frábærar," sagði Harpa. Harpa hefur átt margar frábærar sendingar á félaga sína í úrslitakeppninni en í lokaleiknum í daf þá náði hún einnig að skora nokkur glæsileg mörk sjálf. „Ég fór loksins að skora eitthvað í dag. Ég er mjög ánægð með varnarleikinn hjá liðinu því hann er búinn að vera ótrúlega góður. Við skorum alltaf okkar mörk," segir Harpa. Það er búið að reyna mikið á Stjörnuliðið í vetur þrátt fyrir velgengina. „Það var rosalega erfitt að missa Birgit Engl og Önnu Úrsulu en það sýnir bara styrk liðsins að það kemur alltaf maður í manns stað," segir Harpa. Harpa er einnig á því að Stjörnuliðið eigi eftir að vinna marga titla í viðbót. „Þetta á ekkert eftir að breystast neitt og þetta verður svona áfram í Garðabænum á næsta ári. Ég held að meðalaldurinn í liðinu séu 19,5 ár þannig að framtíðin blasir við þessu liði," sagði Harpa að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira