Uppgjöf Fréttablaðsins Ögmundur Jónasson skrifar 10. ágúst 2009 00:01 Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar