Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu 17. febrúar 2009 22:05 Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra." Kosningar 2009 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra."
Kosningar 2009 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira