Opinber innkaup Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar