Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? Árni Páll Árnason skrifar 2. mars 2009 06:00 Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun