Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis Ómar Þorgeirsson skrifar 18. júní 2009 13:15 Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld. Box Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld.
Box Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira