Mannlegt vald Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar