Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir 27. nóvember 2009 14:41 Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546.Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að kaupandi myntarinnar hafi ekki vilja láta nafn síns getið en uppboðið fór fram hjá Oslo Mynthandel. Þetta er í annað sinn sem norsk mynt er slegin á meir en eina milljón norskra kr. að sögn Ronny Hatletvedt hjá Oslo Mynthandel.Í síðasta sinn sem Gimsöydalur var seldur var árið 2001 og fengust þá 250.000 norskar kr. fyrir hann.Það eru aðeins 18 Gimsöydalir til í umferð í heiminum í dag. Tólf af þessum myntum eru í eigu safna en sex í einkaeigu. Sá sem seldur var nú er í bestu ásigkomulagi þeirra sem eru í einkaeign. Þetta mun vera ein eftirsóttasta mynt Noregs meðal safnara.Sem fyrr segir eru Gimsöydalir fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og var myntsláttan staðsett við nunnuklaustrið Gimsöy við Skien.Silfurdalir, eða spesíudalir, voru opinber mynt í Noregi fram til ársins 1874 þegar krónur og aurar leystu þá af hólmi. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546.Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að kaupandi myntarinnar hafi ekki vilja láta nafn síns getið en uppboðið fór fram hjá Oslo Mynthandel. Þetta er í annað sinn sem norsk mynt er slegin á meir en eina milljón norskra kr. að sögn Ronny Hatletvedt hjá Oslo Mynthandel.Í síðasta sinn sem Gimsöydalur var seldur var árið 2001 og fengust þá 250.000 norskar kr. fyrir hann.Það eru aðeins 18 Gimsöydalir til í umferð í heiminum í dag. Tólf af þessum myntum eru í eigu safna en sex í einkaeigu. Sá sem seldur var nú er í bestu ásigkomulagi þeirra sem eru í einkaeign. Þetta mun vera ein eftirsóttasta mynt Noregs meðal safnara.Sem fyrr segir eru Gimsöydalir fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og var myntsláttan staðsett við nunnuklaustrið Gimsöy við Skien.Silfurdalir, eða spesíudalir, voru opinber mynt í Noregi fram til ársins 1874 þegar krónur og aurar leystu þá af hólmi.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira