Leiðin áfram Jón Sigurðsson skrifar 14. júlí 2009 06:00 Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar