Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Ómar Þorgeirsson skrifar 19. júní 2009 06:00 Sigurður Ingimundarson Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september. Dominos-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september.
Dominos-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira