Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2009 19:00 Baldur tók sæti á lista Samfylkingarinnar til að hafa áhrif á Evrópumál. Mynd/ Valgarður. „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur. Kosningar 2009 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.
Kosningar 2009 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira