Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss 24. nóvember 2009 14:20 Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári.Í frétt um málið á börsen.dk segir að Alpalandið Sviss lokki nú auðuga Breta til sín sem aldrei fyrr enda eru skattar einstaklinga þar á bilinu 10% til 20%.Svissneska fasteignafélagið Savills heldur fund með yfir 100 breskum fjármálamönnum á morgun þar sem íbúðakaup í Genf eru til umræðu. Verið á lúxusíbúðum þar eru um 20% lægri en í London.Þetta er annað árið í röð sem Savills heldur slíkan fund og svipað og í fyrra er yfirbókað á hann þrátt fyrir að nú hafi verið gert ráð fyrir plássi undir helmingi fleiri en í fyrra.Bresk fjármálafyrirtæki hafa í nokkrum mæli flutt heimilisföng sín til Sviss en það er töluvert flóknara fyrir einstaklinga að gera slíkt. Fundur Savills gengur einmitt út á að leiðbeina fólki við að komast í gegnum hinar flóknu svissnesku reglur sem gilda um íbúðakaup og búsetu erlends fólks þar í landi. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári.Í frétt um málið á börsen.dk segir að Alpalandið Sviss lokki nú auðuga Breta til sín sem aldrei fyrr enda eru skattar einstaklinga þar á bilinu 10% til 20%.Svissneska fasteignafélagið Savills heldur fund með yfir 100 breskum fjármálamönnum á morgun þar sem íbúðakaup í Genf eru til umræðu. Verið á lúxusíbúðum þar eru um 20% lægri en í London.Þetta er annað árið í röð sem Savills heldur slíkan fund og svipað og í fyrra er yfirbókað á hann þrátt fyrir að nú hafi verið gert ráð fyrir plássi undir helmingi fleiri en í fyrra.Bresk fjármálafyrirtæki hafa í nokkrum mæli flutt heimilisföng sín til Sviss en það er töluvert flóknara fyrir einstaklinga að gera slíkt. Fundur Savills gengur einmitt út á að leiðbeina fólki við að komast í gegnum hinar flóknu svissnesku reglur sem gilda um íbúðakaup og búsetu erlends fólks þar í landi.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira