Stærsti kröfuhafinn er skúffufyrirtæki 11. desember 2009 19:02 Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Írski sjóðurinn Burlington Loan Management er með kröfur í Glitni upp á 150 milljarða. Margt bendir til að þetta sé vogunarsjóður sem hafi keypt skuldabréf í Glitni á eftirmarkaði sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og á um 4% í bankanum. Sjóðurinn var stofnaður á þessu ári og er skráður til húsa hjá lögfræðistofu í Dyflinni á Írlandi. Engar upplýsingar fást þar. Samkvæmt írsku fyrirtækjaskránni er hann í eigu þriggja skúffufyrirtækja, sem eru Badb CHaritable Trust Limited Eurydice Charitable Trust Limited og Medb Charitable Trust Limited. Öll félögin eru skráð á heimilisfang lögfræðistofunnar. Þá eru þrír stjórnarmenn skráðir á Burlington Loan Management Limited. Doherty Orlagh skráð til heimilis í Dyflinni, Conor Bastable skráður til heimils í New York og sá þriðji er Michael Herzog til heimilis í Lundúnum. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segist lítið vita um sjóðinn en þeir sem standi á bakvið hann séu skuldabréfaeigendur og tengist stærri vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kepmneir Capital Management með höfuðstöðvar í New York. Hann segir kröfuhöfum ekki skylt að koma fram undir nafni.Þeir sem vilji hins vegar fara með ráðandi hlut í bankanum þurfi að fara í gegnum formlegt ferli hjá Fjármálaeftirlitinu og gefa upp allar upplýsingar. Árni segir því engar líkur á því að erlendur vogunarsjóður sé að eignast Íslandsbanka. Tengdar fréttir Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Írski sjóðurinn Burlington Loan Management er með kröfur í Glitni upp á 150 milljarða. Margt bendir til að þetta sé vogunarsjóður sem hafi keypt skuldabréf í Glitni á eftirmarkaði sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og á um 4% í bankanum. Sjóðurinn var stofnaður á þessu ári og er skráður til húsa hjá lögfræðistofu í Dyflinni á Írlandi. Engar upplýsingar fást þar. Samkvæmt írsku fyrirtækjaskránni er hann í eigu þriggja skúffufyrirtækja, sem eru Badb CHaritable Trust Limited Eurydice Charitable Trust Limited og Medb Charitable Trust Limited. Öll félögin eru skráð á heimilisfang lögfræðistofunnar. Þá eru þrír stjórnarmenn skráðir á Burlington Loan Management Limited. Doherty Orlagh skráð til heimilis í Dyflinni, Conor Bastable skráður til heimils í New York og sá þriðji er Michael Herzog til heimilis í Lundúnum. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segist lítið vita um sjóðinn en þeir sem standi á bakvið hann séu skuldabréfaeigendur og tengist stærri vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kepmneir Capital Management með höfuðstöðvar í New York. Hann segir kröfuhöfum ekki skylt að koma fram undir nafni.Þeir sem vilji hins vegar fara með ráðandi hlut í bankanum þurfi að fara í gegnum formlegt ferli hjá Fjármálaeftirlitinu og gefa upp allar upplýsingar. Árni segir því engar líkur á því að erlendur vogunarsjóður sé að eignast Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dularfullur sjóður Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. 10. desember 2009 19:20
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47