Breskir fasteignasjóðir töpuðu 37 milljörðum á bankahruninu 10. maí 2009 09:51 Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira