Heimsmarkaðsverð á gulli slær nýtt met 6. október 2009 14:45 Heimsmarkaðsverð á gulli sló nýtt met í dag þegar únsan fór í 1038 dollara á markaðinum í New York. Fyrra verðmet var sett í mars í fyrra þegar únsan náði 1033,90 dollurum. Í fyrra var metið slegið í kjölfar þess að Bear Stearns lenti í fjárhagsvandræðum og gaf þar með sterkar vísbendingar um í hvert stefndi seinna á árinu. Í dag er það lækkandi gengi dollarans sem veldur verðhækkunum á gullinu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að dollarinn hafi fallið úr 1,465 og í 1,472 gagnvart evrunni frá því í gærdag. Ástæða þessa voru fregnir um að olíuframleiðsluríki auk Rússlands, Kína, Japans og Frakklands hefðu haldið leynilega fundi um að dollarinn yrði ekki áfram sú mynt sem olíuverðið er mælt með. James Steel sérfræðingur hjá HSBC í málmviðskiptum segir að í hvert sinn sem vægi dollarans sem heimsmyntar hafi verið dregið í efa í ár hafi verð á gulli rokið upp. Fari svo að dollarinn verði áfram í vörn gegn slíkum vangaveltum megi búast við háu gullverði. Steel bendir jafnframt á að gullið hafi haldið þessu háa verði sínu í dag þrátt fyrir að framangreindar þjóðir hafi borið til baka fregnirnar um leynifundinn. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli sló nýtt met í dag þegar únsan fór í 1038 dollara á markaðinum í New York. Fyrra verðmet var sett í mars í fyrra þegar únsan náði 1033,90 dollurum. Í fyrra var metið slegið í kjölfar þess að Bear Stearns lenti í fjárhagsvandræðum og gaf þar með sterkar vísbendingar um í hvert stefndi seinna á árinu. Í dag er það lækkandi gengi dollarans sem veldur verðhækkunum á gullinu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að dollarinn hafi fallið úr 1,465 og í 1,472 gagnvart evrunni frá því í gærdag. Ástæða þessa voru fregnir um að olíuframleiðsluríki auk Rússlands, Kína, Japans og Frakklands hefðu haldið leynilega fundi um að dollarinn yrði ekki áfram sú mynt sem olíuverðið er mælt með. James Steel sérfræðingur hjá HSBC í málmviðskiptum segir að í hvert sinn sem vægi dollarans sem heimsmyntar hafi verið dregið í efa í ár hafi verð á gulli rokið upp. Fari svo að dollarinn verði áfram í vörn gegn slíkum vangaveltum megi búast við háu gullverði. Steel bendir jafnframt á að gullið hafi haldið þessu háa verði sínu í dag þrátt fyrir að framangreindar þjóðir hafi borið til baka fregnirnar um leynifundinn.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira