Nú er tíminn 8. apríl 2009 05:30 Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu!
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun