Írar munu kjósa Róm fremur en Reykjavík 17. mars 2009 14:50 „Margir stjórnmálaspekingar segja að næsti valkostur Írlands muni verða Róm eða Reykjavík," segir Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Flestir munu greiða Róm atkvæði sitt." Þetta kom fram í frétt Bloomberg af fyrirhuguðum kosningum um Lisabon-sáttmálann á Írlandi sem áformaðar eru undir lok þessa árs. Með Róm átti Lenihan við að uppruna Evrópusambandsins má rekja til Rómarsamningsins 1957 og með Reykjavík átti hann við þjóð sem stendur ein á báti eftir að efnahagur hennar er hruninn. Sem kunnugt er höfnuðu Írar Lisabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu s.l. sumar og settu þar með sáttmálann í salt innan ESB. Endurtekning á atkvæðagreiðslunni kemur á tíma einnar verstu kreppu í sögu Írlands. „Það er vaxandi stuðningur fyrir því að greiða atkvæði með sáttmálanum," segir Lenihan. „Eftir þvi sem kreppan versnar sér almenningur hve Evrópa er mikilvæg fyrir Írland."Í nýlegri skoðanakönnun sem blaðið Irish Independent birti kemur fram að 46% Íra styðja nú Lisabon-sáttmálann en 27% eru á móti. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
„Margir stjórnmálaspekingar segja að næsti valkostur Írlands muni verða Róm eða Reykjavík," segir Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Flestir munu greiða Róm atkvæði sitt." Þetta kom fram í frétt Bloomberg af fyrirhuguðum kosningum um Lisabon-sáttmálann á Írlandi sem áformaðar eru undir lok þessa árs. Með Róm átti Lenihan við að uppruna Evrópusambandsins má rekja til Rómarsamningsins 1957 og með Reykjavík átti hann við þjóð sem stendur ein á báti eftir að efnahagur hennar er hruninn. Sem kunnugt er höfnuðu Írar Lisabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu s.l. sumar og settu þar með sáttmálann í salt innan ESB. Endurtekning á atkvæðagreiðslunni kemur á tíma einnar verstu kreppu í sögu Írlands. „Það er vaxandi stuðningur fyrir því að greiða atkvæði með sáttmálanum," segir Lenihan. „Eftir þvi sem kreppan versnar sér almenningur hve Evrópa er mikilvæg fyrir Írland."Í nýlegri skoðanakönnun sem blaðið Irish Independent birti kemur fram að 46% Íra styðja nú Lisabon-sáttmálann en 27% eru á móti.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira