Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júlí 2009 21:57 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira