Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum Guðjón Helgason skrifar 22. mars 2009 18:45 Höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi. MYND/ENEX Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina. Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.
Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02