Forgangsröðum upp á nýtt 6. nóvember 2009 06:00 Það hlýtur að teljast sérstakt að á sama tíma og Íslendingar ganga í gegnum djúpa kreppu skuli forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands tala einum rómi í mörgum mikilvægustu málum í þjóðfélagsumræðunni. Svo er komið að í fréttum þarf oft ekki nema eina samhljóða fyrirsögn og síðan er hægt að skrifa fréttina með endurtekningunni: „Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson segja…" Hnífurinn gengur ekki milli þeirra. Þannig verður smám saman aðeins eitt sjónarmið ráðandi um hvernig skuli haga málum í þeirri uppbyggingu sem fram undan er á Íslandi og þessi háværa rödd kallar stöðugt á endurreisn atvinnulífsins. Í hugtakinu endurreisn felst auðvitað að byggja aftur upp það sem hrundi - í sömu mynd og það var. Og þannig komast menn upp með að tönnlast á orðinu atvinnulíf en vísa aðeins til örfárra starfsgreina sem snerta allar meira eða minna verklegar framkvæmdir. Halda mætti að til að atvinnulíf geti kallast atvinnulíf þurfi það að skilja eitthvað áþreifanlegt eftir sig eins og virkjun, hús, álver, brú eða jarðgöng. Atvinnulíf er ekki að hugsa vel um sjúka eða aldraða eða að kenna börnum að teikna eða hugsa á gagnrýninn hátt. Nei, einhvern veginn hefur því verið komið inn að eina raunverulega verðmætasköpunin sé í formi steypu og það þrátt fyrir að á landinu sé allt fullt af steypu fyrir. Tónlistarnám eða flísar?Skoðum smærra dæmi og snúum þessu upp á venjulega fjölskyldu. Einstæð móðir hefur náð að skrapa saman í lítinn sjóð og þarf á krepputímum að ákveða í hvað hún nýtir peninginn. Hún getur valið um að flísaleggja baðherbergið eða að senda sjö ára gamla tvíbura sína í tónlistarnám. Móðirin gerir ráð fyrir að ná að safna í sambærilegan sjóð á fimm árum. Þá kemur að forgangsröðuninni: Hvort má bíða, flísarnar eða tónlistartímarnir? Gagnsemi tónlistarnáms fyrir 12 ára gamalt barn er vissulega ekki sú sama og fyrir sjö ára gamalt barn. Flísar á baðherbergjum í nokkur ár til eða frá breyta hins vegar kannski ekki öllu máli og sennilega myndu flestar fjölskyldur láta tónlistartímana ganga fyrir og fresta baðherbergisframkvæmdunum. En þegar kemur að fjármálum ríkis og sveitarfélaga horfir málið allt öðruvísi við. Þá stendur krafan á að skorið sé niður allt það sem máli skiptir en á sama tíma á að halda í horfinu fjárframlögum til framkvæmda, ef ekki auka þau. Senda á sjúkraliða, skólaliða, kennara og fólk í almennum umönnunarstörfum heim en byggingaverktakana og iðnaðarmennina aftur út á vinnumarkaðinn. Tilgangurinn helgar meðalið og hann er sá að byggingargeirinn og uppgangur stóriðjunnar séu eins og fyrir hrun. Með þessum rökum þykir réttlætanlegt að byggja nýtt hús fyrir Landspítalann en alls ekki réttlætanlegt að nota peninga í rekstur starfseminnar. Vissulega er úrbóta þörf varðandi húsnæðiskost Landspítalans. Það breytir þó ekki því að þjónustan skiptir fólk sem á henni þarf að halda margfalt meira máli en umbúðirnar. Til að reisa nýja spítalabyggingu á að taka lán hjá lífeyrissjóðunum en þar sem ríkið má ekki skuldsetja sig meira á að fela skuldirnar með því að notast við svonefnda einkaframkvæmd. En hvað þýðir það? Jú, ríkið skuldbindur sig til að borga áratugi fram í tímann. Eitthvert fyrirtæki tekur hins vegar lánið og sér um framkvæmdina. Enn á ný: Einkaaðilar græða, almenningur á að borga. Tvöföld skuldabyrðiMeð þessu er jafnframt verið að skuldsetja komandi kynslóðir og láta þær þannig bjarga okkur út úr efnahagskreppunni. En ekki nóg um það heldur vörpum við líka byrðum yfir á komandi kynslóðir með niðurskurði í velferðarkerfinu. Þær þurfa að bera kostnaðinn af þeim skaða sem hlýst af því að börnum sé fjölgað í kennslustofum, sjúkum hent fyrr út en áður, verr búið að öryrkjum og svo framvegis. Skuldabyrði komandi kynslóða verður því tvöföld. Er ekki kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt? Hvernig væri að lánsfé frá lífeyrissjóðunum færi inn í það mikilvægasta og dýrmætasta sem við Íslendingar eigum: Velferðarkerfið? Reikningsdæmið þarf ekki að vera flókið. Til eru ótal útreikningar á þeim sparnaði sem hlýst hjá hinu opinbera ef vel er haldið utan um málefni þeirra sem á velferðarþjónustu þurfa að halda. Að sama skapi er vel hægt að reikna út hagnað af ýmiss konar forvarnarverkefnum, sem nú er ekki til fé í. Þannig má á einfaldan og gagnsæjan hátt útbúa nokkurs konar leigusamning við lífeyrissjóðina þar sem ríkið skuldbindur sig til að greiða til baka það sem annars hefði orðið að kostnaði, t.d. við að skerða geðheilbrigðisþjónustu eða að sinna ekki vel ungum börnum í námi. Með þessu móti má á einfaldan hátt komast hjá því að varpa tvöfaldri skuldabyrði yfir á komandi kynslóðir. Stjórnmál snúast öðru fremur um forgangsröðun og nú reynir verulega á hana. Hugsum hlutina til enda. Þannig mótum við Ísland upp á nýtt. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hlýtur að teljast sérstakt að á sama tíma og Íslendingar ganga í gegnum djúpa kreppu skuli forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands tala einum rómi í mörgum mikilvægustu málum í þjóðfélagsumræðunni. Svo er komið að í fréttum þarf oft ekki nema eina samhljóða fyrirsögn og síðan er hægt að skrifa fréttina með endurtekningunni: „Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson segja…" Hnífurinn gengur ekki milli þeirra. Þannig verður smám saman aðeins eitt sjónarmið ráðandi um hvernig skuli haga málum í þeirri uppbyggingu sem fram undan er á Íslandi og þessi háværa rödd kallar stöðugt á endurreisn atvinnulífsins. Í hugtakinu endurreisn felst auðvitað að byggja aftur upp það sem hrundi - í sömu mynd og það var. Og þannig komast menn upp með að tönnlast á orðinu atvinnulíf en vísa aðeins til örfárra starfsgreina sem snerta allar meira eða minna verklegar framkvæmdir. Halda mætti að til að atvinnulíf geti kallast atvinnulíf þurfi það að skilja eitthvað áþreifanlegt eftir sig eins og virkjun, hús, álver, brú eða jarðgöng. Atvinnulíf er ekki að hugsa vel um sjúka eða aldraða eða að kenna börnum að teikna eða hugsa á gagnrýninn hátt. Nei, einhvern veginn hefur því verið komið inn að eina raunverulega verðmætasköpunin sé í formi steypu og það þrátt fyrir að á landinu sé allt fullt af steypu fyrir. Tónlistarnám eða flísar?Skoðum smærra dæmi og snúum þessu upp á venjulega fjölskyldu. Einstæð móðir hefur náð að skrapa saman í lítinn sjóð og þarf á krepputímum að ákveða í hvað hún nýtir peninginn. Hún getur valið um að flísaleggja baðherbergið eða að senda sjö ára gamla tvíbura sína í tónlistarnám. Móðirin gerir ráð fyrir að ná að safna í sambærilegan sjóð á fimm árum. Þá kemur að forgangsröðuninni: Hvort má bíða, flísarnar eða tónlistartímarnir? Gagnsemi tónlistarnáms fyrir 12 ára gamalt barn er vissulega ekki sú sama og fyrir sjö ára gamalt barn. Flísar á baðherbergjum í nokkur ár til eða frá breyta hins vegar kannski ekki öllu máli og sennilega myndu flestar fjölskyldur láta tónlistartímana ganga fyrir og fresta baðherbergisframkvæmdunum. En þegar kemur að fjármálum ríkis og sveitarfélaga horfir málið allt öðruvísi við. Þá stendur krafan á að skorið sé niður allt það sem máli skiptir en á sama tíma á að halda í horfinu fjárframlögum til framkvæmda, ef ekki auka þau. Senda á sjúkraliða, skólaliða, kennara og fólk í almennum umönnunarstörfum heim en byggingaverktakana og iðnaðarmennina aftur út á vinnumarkaðinn. Tilgangurinn helgar meðalið og hann er sá að byggingargeirinn og uppgangur stóriðjunnar séu eins og fyrir hrun. Með þessum rökum þykir réttlætanlegt að byggja nýtt hús fyrir Landspítalann en alls ekki réttlætanlegt að nota peninga í rekstur starfseminnar. Vissulega er úrbóta þörf varðandi húsnæðiskost Landspítalans. Það breytir þó ekki því að þjónustan skiptir fólk sem á henni þarf að halda margfalt meira máli en umbúðirnar. Til að reisa nýja spítalabyggingu á að taka lán hjá lífeyrissjóðunum en þar sem ríkið má ekki skuldsetja sig meira á að fela skuldirnar með því að notast við svonefnda einkaframkvæmd. En hvað þýðir það? Jú, ríkið skuldbindur sig til að borga áratugi fram í tímann. Eitthvert fyrirtæki tekur hins vegar lánið og sér um framkvæmdina. Enn á ný: Einkaaðilar græða, almenningur á að borga. Tvöföld skuldabyrðiMeð þessu er jafnframt verið að skuldsetja komandi kynslóðir og láta þær þannig bjarga okkur út úr efnahagskreppunni. En ekki nóg um það heldur vörpum við líka byrðum yfir á komandi kynslóðir með niðurskurði í velferðarkerfinu. Þær þurfa að bera kostnaðinn af þeim skaða sem hlýst af því að börnum sé fjölgað í kennslustofum, sjúkum hent fyrr út en áður, verr búið að öryrkjum og svo framvegis. Skuldabyrði komandi kynslóða verður því tvöföld. Er ekki kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt? Hvernig væri að lánsfé frá lífeyrissjóðunum færi inn í það mikilvægasta og dýrmætasta sem við Íslendingar eigum: Velferðarkerfið? Reikningsdæmið þarf ekki að vera flókið. Til eru ótal útreikningar á þeim sparnaði sem hlýst hjá hinu opinbera ef vel er haldið utan um málefni þeirra sem á velferðarþjónustu þurfa að halda. Að sama skapi er vel hægt að reikna út hagnað af ýmiss konar forvarnarverkefnum, sem nú er ekki til fé í. Þannig má á einfaldan og gagnsæjan hátt útbúa nokkurs konar leigusamning við lífeyrissjóðina þar sem ríkið skuldbindur sig til að greiða til baka það sem annars hefði orðið að kostnaði, t.d. við að skerða geðheilbrigðisþjónustu eða að sinna ekki vel ungum börnum í námi. Með þessu móti má á einfaldan hátt komast hjá því að varpa tvöfaldri skuldabyrði yfir á komandi kynslóðir. Stjórnmál snúast öðru fremur um forgangsröðun og nú reynir verulega á hana. Hugsum hlutina til enda. Þannig mótum við Ísland upp á nýtt. Höfundur er blaðamaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun