Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu 23. apríl 2009 18:44 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins.Yfirlýsing umhverfisráðherra á Stöð 2 í gærkvöldi um að olíuleit á Drekasvæðinu samrýmdist ekki hugmyndafræði Vinstri grænna varð til þess að flokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að flokkurinn legðist ekki gegn olíuleit þar. Væntanlegri úthlutun rannsóknarleyfa í haust mun hins vegar einnig fylgja fyrirheit um olíuvinnslu og því lagði fréttamaður áherslu á það í viðtali við formann flokksins í dag að fá því svarað hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu. Þegar hér er komið sögu er Kristján Már Unnarsson fréttamaður búinn að ítreka fjórum sinnum spurningu um afstöðu til olíuvinnslu án þess að skýrt svar hafi fengist frá Steingrími."Ég tel að það sé í ágætu samræmi við okkar afstöðu til umhverfismála að þessar rannsóknir fari af stað."-En olíuvinnsla?"Við munum síðan gæta vel umhverfissjónarmiðanna varðandi til dæmis að það sé ekki tekin mengunaráhætta. Og síðan verður þetta auðvitað skoðað, þegar eða ef þar að kemur, í hvaða samhengi verður það við loftlagsmálin, losunarmálin og aðra slíka þætti. Þannig að afstaða okkar liggur fyrir og hún er skýr: Við erum hlynnt því að þessar rannsóknir fari af stað."-En þú svarar því ekki hvort olíuvinnsla eigi að fara af stað?"Ef hún reynist þarna raunhæf, þá svara menn því þegar þar að kemur í hvaða samhengi hún verður og í hvaða umgjörð hún verður. Á ég að reyna að svara þessu fyrir þig í fimmta sinn eða..?-Þið eruð að úthluta olíuvinnsluleyfum í haust. Þið hljótið að geta svarað því hvort þið séuð hlynnt olíuvinnslu sem slíkri og hvort olíuvinnsla á Drekasvæðinu samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Þetta fer af stað. Rannsóknirnar fara af stað á grundvelli þessara leyfa með möguleika um að færa það yfir í vinnslu ef vinnsla finnst.." "..Ég tel að það sé í góðu samræmi við okkar umhverfisstefnu að þessar rannóknir fara af stað."-Þú svarar um rannsóknir. En ég spyr um olíuvinnslu sem slíka. Telur þú sem formaður Vinstri grænna að olíuvinnsla samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra þróun og sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Ég tel að sjálfsögðu, eftir því sem verður unnin olía í heiminum, eftir 15-25 ár, þegar mögulega á þetta reynir á Drekasvæðinu, þá útiloki okkar umhverfisstefna ekki það að Ísland verði aðili að olíuvinnslu, frekar en önnur lönd."-Hefur Kolbrún Halldórsdóttir rangt fyrir sér þegar hún segir að olíuvinnsla sé ekki í samræmi við umhverfisstefnu Vinstri grænna?"Ég tel að það sé ekki nákvæm túlkun. Ég tel að það sé ekki hið rétta orðalag. En það kunna vel að vera hennar persónulegu sjónarmið og hún hefur fullan rétt til að tala fyrir þeim."-Flokkurinn er klofinn í þessu máli?"Nei. Ég tel að hann sé ekki klofinn í þessu máli. Kolbrún Halldórsdóttir viðrar sín sjónarmið og velur hvernig hún orðar það. En stefna flokksins liggur skýrt fyrir og ég hef heyrt ekki neina minnstu óánægju með hana." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins.Yfirlýsing umhverfisráðherra á Stöð 2 í gærkvöldi um að olíuleit á Drekasvæðinu samrýmdist ekki hugmyndafræði Vinstri grænna varð til þess að flokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að flokkurinn legðist ekki gegn olíuleit þar. Væntanlegri úthlutun rannsóknarleyfa í haust mun hins vegar einnig fylgja fyrirheit um olíuvinnslu og því lagði fréttamaður áherslu á það í viðtali við formann flokksins í dag að fá því svarað hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu. Þegar hér er komið sögu er Kristján Már Unnarsson fréttamaður búinn að ítreka fjórum sinnum spurningu um afstöðu til olíuvinnslu án þess að skýrt svar hafi fengist frá Steingrími."Ég tel að það sé í ágætu samræmi við okkar afstöðu til umhverfismála að þessar rannsóknir fari af stað."-En olíuvinnsla?"Við munum síðan gæta vel umhverfissjónarmiðanna varðandi til dæmis að það sé ekki tekin mengunaráhætta. Og síðan verður þetta auðvitað skoðað, þegar eða ef þar að kemur, í hvaða samhengi verður það við loftlagsmálin, losunarmálin og aðra slíka þætti. Þannig að afstaða okkar liggur fyrir og hún er skýr: Við erum hlynnt því að þessar rannsóknir fari af stað."-En þú svarar því ekki hvort olíuvinnsla eigi að fara af stað?"Ef hún reynist þarna raunhæf, þá svara menn því þegar þar að kemur í hvaða samhengi hún verður og í hvaða umgjörð hún verður. Á ég að reyna að svara þessu fyrir þig í fimmta sinn eða..?-Þið eruð að úthluta olíuvinnsluleyfum í haust. Þið hljótið að geta svarað því hvort þið séuð hlynnt olíuvinnslu sem slíkri og hvort olíuvinnsla á Drekasvæðinu samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Þetta fer af stað. Rannsóknirnar fara af stað á grundvelli þessara leyfa með möguleika um að færa það yfir í vinnslu ef vinnsla finnst.." "..Ég tel að það sé í góðu samræmi við okkar umhverfisstefnu að þessar rannóknir fara af stað."-Þú svarar um rannsóknir. En ég spyr um olíuvinnslu sem slíka. Telur þú sem formaður Vinstri grænna að olíuvinnsla samrýmist stefnu Vinstri grænna um sjálfbæra þróun og sjálfbæra nýtingu orkulinda?"Ég tel að sjálfsögðu, eftir því sem verður unnin olía í heiminum, eftir 15-25 ár, þegar mögulega á þetta reynir á Drekasvæðinu, þá útiloki okkar umhverfisstefna ekki það að Ísland verði aðili að olíuvinnslu, frekar en önnur lönd."-Hefur Kolbrún Halldórsdóttir rangt fyrir sér þegar hún segir að olíuvinnsla sé ekki í samræmi við umhverfisstefnu Vinstri grænna?"Ég tel að það sé ekki nákvæm túlkun. Ég tel að það sé ekki hið rétta orðalag. En það kunna vel að vera hennar persónulegu sjónarmið og hún hefur fullan rétt til að tala fyrir þeim."-Flokkurinn er klofinn í þessu máli?"Nei. Ég tel að hann sé ekki klofinn í þessu máli. Kolbrún Halldórsdóttir viðrar sín sjónarmið og velur hvernig hún orðar það. En stefna flokksins liggur skýrt fyrir og ég hef heyrt ekki neina minnstu óánægju með hana."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32
VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25
Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23. apríl 2009 14:39