Terry veitir Drogba stuðning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2009 09:53 Didier Drogba lætur norska dómarann heyra það í gær. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira