Við styðjum öll athafnasemi Birkir Jón Jónsson, Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 19. nóvember 2009 06:00 Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Katrín Jakobsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar