Rafael Benítez vill fá meira hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 11:11 Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira