Stefán Jón: Er að gera eitthvað rétt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 07:00 Stefán Jón Sigurgeirsson. Mynd/Guðmundur Jakobsson Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75. Erlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75.
Erlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira