FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen 9. desember 2009 10:40 FIH bankinn er nú orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen sem er stærsta fasteignafélag Danmerkur. Eftir nýafstaðna hlutafjáraukningu hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í honum fyrir 500 milljón evra neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokadögum þess banka í hruninu í fyrrahaust. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Í frétt um breytingar á eigendahópi Sjælsö segir að auk FIH banka eigi Amagerbanken og Viscardi um 10% hvor banki í Sjælsö. Þessir þrír bankar sölutryggðu hlutafjáraukninguna upp á rúmlega 500 milljónir danskra kr. og sitja uppi með 37% af þeirri upphæð. Hlutur FIH nemur því 85 milljónum danskra kr. eða um 2,1 milljarði kr. Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen segir að hann sé ánægður með að hlutafjáraukningunni sé lokið því þar með hafi félagið fengið lífsnauðsynlegt lausafé til rekstrar síns. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FIH bankinn er nú orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen sem er stærsta fasteignafélag Danmerkur. Eftir nýafstaðna hlutafjáraukningu hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í honum fyrir 500 milljón evra neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokadögum þess banka í hruninu í fyrrahaust. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Í frétt um breytingar á eigendahópi Sjælsö segir að auk FIH banka eigi Amagerbanken og Viscardi um 10% hvor banki í Sjælsö. Þessir þrír bankar sölutryggðu hlutafjáraukninguna upp á rúmlega 500 milljónir danskra kr. og sitja uppi með 37% af þeirri upphæð. Hlutur FIH nemur því 85 milljónum danskra kr. eða um 2,1 milljarði kr. Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen segir að hann sé ánægður með að hlutafjáraukningunni sé lokið því þar með hafi félagið fengið lífsnauðsynlegt lausafé til rekstrar síns.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira