Valgerður hættir í stjórnmálum 14. febrúar 2009 12:41 Valgerður Sverrisdóttir. Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50