Tilbrigði við Rómeó og Júlíu 8. janúar 2009 06:00 James Mangold er sagður ætla að leikstýra kvikmyndinni Júlíu sem fjallar um afkomanda einhverra þekktustu elskenda í heimi, Rómeó og Júlíu. Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira