Signý: Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2010 22:12 Signý Hermannsdóttir var með 18 stig, 10 varin skot og 9 fráköst í kvöld. Mynd/Daníel Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira