Allt að vinna og engu að tapa 19. júní 2010 06:00 Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttindadaginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp - ómögulegt var að vita á hverju konur tækju upp. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem hafði barist ötullega fyrir kosningarétti kvenna, skrifaði árið 1915 að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim út af þessu aldursákvæði. Aldursmarkið átti að lækka árlega um eitt ár í senn þar til jafnrétti karla og kvenna væri náð. Þetta breyttist árið 1920 með endurskoðaðri stjórnarskrá vegna fullveldis Íslands. Það voru Danir sem lögðu áherslu á að konur og karlar hefðu jöfn pólitísk réttindi, ekki forystumenn hins nýfrjálsa ríkis. Okkur er hollt að minnast þess að fyrirstaða ráðandi afla innanlands hefur um aldir og allt fram á síðustu ár helst staðið í vegi umbóta í mannréttindum og almennum lýðréttindum. Aukinn hlutur kvenna100 ár eru liðin síðan allar konur á Íslandi öðluðust rétt til að kjósa og bjóða sig fram til sveitarstjórna. Við slík tímamót er fagnaðarefni að konur urðu 40% sveitarstjórnarmanna í nýafstöðnum kosningum. Þeim fjölgaði um 4% frá kosningunum 2006. Lengi voru pólitísk áhrif kvenna mjög takmörkuð. Fáar konur nýttu kosningaréttinn 1916 þegar Bríet bauð sig fram til þings fyrst kvenna fyrir Heimastjórnarflokkinn og þegar Vigdís Finnbogadóttir hafði verið kjörin forseti Íslands 1980 sátu aðeins þrjár konur á þingi. Í sveitarstjórnarkosningunum 1982 litu kvennaframboð aftur dagsins ljós og ári síðar bauð Kvennalistinn fram til Alþingis. Þessi framboð höfðu þau áhrif að konum tók að fjölga verulega. Konum í sveitarstjórnum fjölgaði úr 6% í 12% og konum á Alþingi úr 5% í 15%. Stjórnmálaflokkarnir brugðust við og síðan hefur hlutur kvenna aukist jafnt og þétt. Ísland er nú í fimmta sæti í heiminum hvað varðar hlut kvenna á þjóðþingum en sambærilegur listi er ekki til yfir sveitarstjórnir. Konur eru 43% þingmanna. Af Norðurlöndunum standa aðeins Svíar okkur framar hvað varðar hlutfall kvenna bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Ísland er nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Þar skiptir mestu aukinn hlutur kvenna í ríkisstjórn og á þingi. Virk þátttaka beggja kynjaFjölgun kvenna kom ekki til af sjálfu sér. Hún hefur kostað mikla baráttu jafnréttissinna af báðum kynjum, innan flokka og utan. Fléttulistar og kvótar hafa skipt miklu máli, enda er mikilvægast hverjir sitja í tryggum sætum. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 sátu karlar í 74% tilvika í efsta sæti og það skýrir að mestu þann mun sem enn er á hlut kynjanna á sveitarstjórnarstiginu. Það er á ábyrgð stjórnmálaflokkanna og kjósenda að sjá til þess að konur og karlar skiptist á um að verma efsta sætið. Pólitísk réttindi og pólitísk áhrif hafa sjaldan skipt jafn miklu máli og nú. Við stöndum frammi fyrir miklum erfiðleikum og þurfum að ræða og taka ákvörðun um hvers konar samfélag við ætlum að byggja upp hér á landi í kjölfar hrunsins. Það á að verða samfélag velferðar, jafnréttis, heiðarleika og virðingar þar sem konur og karlar deila með sér verkum og völdum jafnt á heimilum sem úti í samfélaginu með hagsmuni heildarinnar í huga. Aðhald í ríkisrekstri á að leiða til endurskipulagningar verkefna ríkisins og samdráttar í kostnaðarsamri yfirbyggingu en ekki fækka í umönnunarstörfum og vísa þannig ábyrgð á umönnun fatlaðra, aldraðra og sjúkra í auknum mæli á heimilin. Virk þátttaka beggja kynja er grundvallaratriði í slíkri forgangsröðun. Jafnrétti eykur velferðMörg verkefni liggja fyrir í baráttu fyrir jafnrétti þrátt fyrir ávinninga að undanförnu. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt að leggja nýja og metnaðarfulla framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir Alþingi. Þar er að finna áherslur ríkisstjórnarinnar allt frá því að stórefla samþættingu jafnréttissjónarmiða inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku, þar með talið fjárlagagerð, yfir til endurskoðunar á aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, jafnrétti í skólastarfi, úttekt á áhrifum hvors kyns um sig á loftslag og atvinnusköpun sem tekur mið af báðum kynjum. Fram undan eru því spennandi tímar á sviði jafnréttismála þar sem margar hendur munu koma að verki. Á næstu mánuðum gefst almenningi tækifæri til að koma frekari hugmyndum á framfæri á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Rannsóknir sýna að jafnrétti kynjanna eykur velferð, bætir rekstur fyrirtækja og stofnana, starfsandi batnar, hjónabönd og sambúð endist lengur og betur er búið að börnum. Jafnrétti kynjanna snýst um lýðræði og mannréttindi, það er eftirsóknarvert og á að vera sjálfsagt. Það eru mannréttindi að bæði kyn hafi jöfn tækifæri til náms og starfa þannig að hver einstaklingur geti þroskað og nýtt hæfileika sína, án heftandi hugmynda um hvað konum og körlum leyfist, í samfélagi jafnréttis. Jafnrétti er mikilvægt hagsmunamál okkar allra, jafnt karla og kvenna. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðanir Skoðun Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttindadaginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp - ómögulegt var að vita á hverju konur tækju upp. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem hafði barist ötullega fyrir kosningarétti kvenna, skrifaði árið 1915 að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim út af þessu aldursákvæði. Aldursmarkið átti að lækka árlega um eitt ár í senn þar til jafnrétti karla og kvenna væri náð. Þetta breyttist árið 1920 með endurskoðaðri stjórnarskrá vegna fullveldis Íslands. Það voru Danir sem lögðu áherslu á að konur og karlar hefðu jöfn pólitísk réttindi, ekki forystumenn hins nýfrjálsa ríkis. Okkur er hollt að minnast þess að fyrirstaða ráðandi afla innanlands hefur um aldir og allt fram á síðustu ár helst staðið í vegi umbóta í mannréttindum og almennum lýðréttindum. Aukinn hlutur kvenna100 ár eru liðin síðan allar konur á Íslandi öðluðust rétt til að kjósa og bjóða sig fram til sveitarstjórna. Við slík tímamót er fagnaðarefni að konur urðu 40% sveitarstjórnarmanna í nýafstöðnum kosningum. Þeim fjölgaði um 4% frá kosningunum 2006. Lengi voru pólitísk áhrif kvenna mjög takmörkuð. Fáar konur nýttu kosningaréttinn 1916 þegar Bríet bauð sig fram til þings fyrst kvenna fyrir Heimastjórnarflokkinn og þegar Vigdís Finnbogadóttir hafði verið kjörin forseti Íslands 1980 sátu aðeins þrjár konur á þingi. Í sveitarstjórnarkosningunum 1982 litu kvennaframboð aftur dagsins ljós og ári síðar bauð Kvennalistinn fram til Alþingis. Þessi framboð höfðu þau áhrif að konum tók að fjölga verulega. Konum í sveitarstjórnum fjölgaði úr 6% í 12% og konum á Alþingi úr 5% í 15%. Stjórnmálaflokkarnir brugðust við og síðan hefur hlutur kvenna aukist jafnt og þétt. Ísland er nú í fimmta sæti í heiminum hvað varðar hlut kvenna á þjóðþingum en sambærilegur listi er ekki til yfir sveitarstjórnir. Konur eru 43% þingmanna. Af Norðurlöndunum standa aðeins Svíar okkur framar hvað varðar hlutfall kvenna bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Ísland er nú í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum. Þar skiptir mestu aukinn hlutur kvenna í ríkisstjórn og á þingi. Virk þátttaka beggja kynjaFjölgun kvenna kom ekki til af sjálfu sér. Hún hefur kostað mikla baráttu jafnréttissinna af báðum kynjum, innan flokka og utan. Fléttulistar og kvótar hafa skipt miklu máli, enda er mikilvægast hverjir sitja í tryggum sætum. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 sátu karlar í 74% tilvika í efsta sæti og það skýrir að mestu þann mun sem enn er á hlut kynjanna á sveitarstjórnarstiginu. Það er á ábyrgð stjórnmálaflokkanna og kjósenda að sjá til þess að konur og karlar skiptist á um að verma efsta sætið. Pólitísk réttindi og pólitísk áhrif hafa sjaldan skipt jafn miklu máli og nú. Við stöndum frammi fyrir miklum erfiðleikum og þurfum að ræða og taka ákvörðun um hvers konar samfélag við ætlum að byggja upp hér á landi í kjölfar hrunsins. Það á að verða samfélag velferðar, jafnréttis, heiðarleika og virðingar þar sem konur og karlar deila með sér verkum og völdum jafnt á heimilum sem úti í samfélaginu með hagsmuni heildarinnar í huga. Aðhald í ríkisrekstri á að leiða til endurskipulagningar verkefna ríkisins og samdráttar í kostnaðarsamri yfirbyggingu en ekki fækka í umönnunarstörfum og vísa þannig ábyrgð á umönnun fatlaðra, aldraðra og sjúkra í auknum mæli á heimilin. Virk þátttaka beggja kynja er grundvallaratriði í slíkri forgangsröðun. Jafnrétti eykur velferðMörg verkefni liggja fyrir í baráttu fyrir jafnrétti þrátt fyrir ávinninga að undanförnu. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt að leggja nýja og metnaðarfulla framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir Alþingi. Þar er að finna áherslur ríkisstjórnarinnar allt frá því að stórefla samþættingu jafnréttissjónarmiða inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku, þar með talið fjárlagagerð, yfir til endurskoðunar á aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, jafnrétti í skólastarfi, úttekt á áhrifum hvors kyns um sig á loftslag og atvinnusköpun sem tekur mið af báðum kynjum. Fram undan eru því spennandi tímar á sviði jafnréttismála þar sem margar hendur munu koma að verki. Á næstu mánuðum gefst almenningi tækifæri til að koma frekari hugmyndum á framfæri á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Rannsóknir sýna að jafnrétti kynjanna eykur velferð, bætir rekstur fyrirtækja og stofnana, starfsandi batnar, hjónabönd og sambúð endist lengur og betur er búið að börnum. Jafnrétti kynjanna snýst um lýðræði og mannréttindi, það er eftirsóknarvert og á að vera sjálfsagt. Það eru mannréttindi að bæði kyn hafi jöfn tækifæri til náms og starfa þannig að hver einstaklingur geti þroskað og nýtt hæfileika sína, án heftandi hugmynda um hvað konum og körlum leyfist, í samfélagi jafnréttis. Jafnrétti er mikilvægt hagsmunamál okkar allra, jafnt karla og kvenna. Við höfum allt að vinna og engu að tapa.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar