Heimavallarmet Mourinho stendur enn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2010 21:53 Angel di Maria fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Real Madrid vann í kvöld nauman 1-0 sigur á baráttuglöðu liði Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Angel di Maria skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu en þá voru Madrídingar einum manni færri eftir að Ricardo Carvalho var rekinn af velli tíu mínútum áður. Það voru þó gestirnir frá Sevilla sem voru lengst af betri og virtust líklegir til að ógna ótrúlegu meti þjálfarans Jose Mourinho sem hefur ekki tapað á heimavelli hvar sem hann hefur þjálfað undanfarin átta ár. Fyrri hálfleikur var reyndar ekki mikið fyrir augað en Sevilla virtist þó líklegri aðilinn til að skora. Negredo, fyrrum leikmaður Real Madrid, fékk líklega besta færi leiksins þegar hann slapp í gegnum vörn Real Madrid í síðari hálfleik en skaut yfir mark heimamanna. Útlitið varð ekki betra þegar að Carvalho fékk stuttu síðar að líta sína aðra áminningu í leiknum, að vísu fyrir litlar sakir, og þar með rautt. En Di Maria gerði vel þegar hann náði fyrr til boltans við endalínuna í kapphlaupi við Palop, hinn skrautlega markvörð Sevilla. Di Maria náði svo að koma boltanum framhjá Palop og í autt markið. Það var greinilega mikill hiti í leikmönnum en dómari leiksins lyfti gula spjaldinu tólf sinnum á loft og því rauða tvívegis. Síðara rauða spjaldið fékk Mouhamadou Dabo, leikmaður Sevilla, fyrir að sparka til Di Maria undir lok leiksins. Real Madrid er því enn tveimur stigum á eftir Barcelona sem er á toppi deildarinnar með 43 stig. Sevilla er í ellefta sæti deildarinnar með 20 stig og hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld nauman 1-0 sigur á baráttuglöðu liði Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Angel di Maria skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu en þá voru Madrídingar einum manni færri eftir að Ricardo Carvalho var rekinn af velli tíu mínútum áður. Það voru þó gestirnir frá Sevilla sem voru lengst af betri og virtust líklegir til að ógna ótrúlegu meti þjálfarans Jose Mourinho sem hefur ekki tapað á heimavelli hvar sem hann hefur þjálfað undanfarin átta ár. Fyrri hálfleikur var reyndar ekki mikið fyrir augað en Sevilla virtist þó líklegri aðilinn til að skora. Negredo, fyrrum leikmaður Real Madrid, fékk líklega besta færi leiksins þegar hann slapp í gegnum vörn Real Madrid í síðari hálfleik en skaut yfir mark heimamanna. Útlitið varð ekki betra þegar að Carvalho fékk stuttu síðar að líta sína aðra áminningu í leiknum, að vísu fyrir litlar sakir, og þar með rautt. En Di Maria gerði vel þegar hann náði fyrr til boltans við endalínuna í kapphlaupi við Palop, hinn skrautlega markvörð Sevilla. Di Maria náði svo að koma boltanum framhjá Palop og í autt markið. Það var greinilega mikill hiti í leikmönnum en dómari leiksins lyfti gula spjaldinu tólf sinnum á loft og því rauða tvívegis. Síðara rauða spjaldið fékk Mouhamadou Dabo, leikmaður Sevilla, fyrir að sparka til Di Maria undir lok leiksins. Real Madrid er því enn tveimur stigum á eftir Barcelona sem er á toppi deildarinnar með 43 stig. Sevilla er í ellefta sæti deildarinnar með 20 stig og hefur nú tapað fimm leikjum í röð.
Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira