Umfjöllun: Snæfellingar tryggðu sér fyrsta meistaratitilinn með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 23:21 Leikmenn og þjálfari Snæfells fagna í klefanum eftir leikinn. Mynd/Daníel Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2 Dominos-deild karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2
Dominos-deild karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira