Webber fyrstur í stormasamri tímatöku 3. apríl 2010 09:59 Mark Webber ók vel á Sepang brautinni og náði besta tíma á lokaæfingum og í tímatökunni. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India
Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira