Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti 9. nóvember 2010 04:15 Andrea Hjálmsdóttir Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira