Fundum frestað - ekki blásnir af Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2010 12:53 Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA. Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53