Rooney í ham en Real Madrid úr leik Elvar Geir Magnússon skrifar 10. mars 2010 18:49 Wayne Rooney skoraði þrjú skallamörk í einvíginu gegn AC Milan. Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira