Svar við opnu bréfi um trú og skóla 29. október 2010 05:00 Sæll og blessaður Guðmundur Ingi og þakka þér fyrir að bregðast við grein minni. Í henni benti ég á að leikskólabörn hefðu verið leidd til þátttöku í atferli og undir tákni sem ég tel að hafi í sér fólgið trúarlega tilvísun eða í það minnsta vísi til tiltekinna gilda og menningar og til sögulegrar hreyfingar með sína hugmyndafræði. Ég vildi benda á að trú og trúboð er miklu víðar í samfélaginu en á vegum presta Þjóðkirkjunnar. Ég gef mér það að prestar hefðu líklega ekki fengið leikskólastjóra til þess að leyfa börnunum að taka þátt í sambærilegri göngu undir merki krossins og í anda kenninga Jesú Krists. Dæmið var sett fram til þess að sýna fram á að trúboð er víða í gangi í þjóðfélaginu - og það er líka allt í besta lagi með það. Trú er ekki eitthvað sem hvergi má tala um nema bak við luktar dyr í musterum eða kirkjum. Trú er snar þáttur í lífi flestra manna og hún verður ekki einangruð við sérstök hús eða staði. Trúin er hluti af menningu okkar. Í skólum eru yfir 90% barna frá kristnum heimilum, þau eru skírð og fermd. Auðvitað á að fræða um hið trúarlega í skólum, bæði um kristna trú og önnur trúarbrögð en af menningarlegum ástæðum hlýtur kristin trú að fá þar eitthvað meira rými en til dæmis shinto-trú svo dæmi sé tekið. Svo má líka spyrja: Mega prestar kenna í skólum? Auðvitað mega þeir það hafi þeir til þess tilskilda menntun. Prestar og guðfræðingar geta kennt ýmis fræði eins og t.d. trúarbragðafræði. Vandi þeirra er sá sami og allra annarra kennara, að kenna á hlutlægan hátt en ekki hlutdrægan. Tilvísun mín í menningarbyltinguna í Kína fól ekki í sér neina tengingu við „blóðþyrsta kúgara" heldur var ég að vara við miðstýringu á skoðunum og atferli fólks, afnámi fjölbreytileikans sem nú er við lýði í skólahverfum. Byltingar hefjast oft með litlum skrefum í átt til þöggunar og afnáms tjáningarfrelsis. Á t.d. að banna Gídeonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, bók sem er grundvöllur íslenskrar menningar, siðar og gilda? Og er eitthvað að því að sum börn fái sérstök verkefni meðan önnur fara til kirkju? Vilji meirihluta á að ráða svo fremi að hann fari fram á heilbrigðan hátt og án alls ofríkis. Börnin þín þurfa ekki verða fyrir neinni mismunun í skóla þótt skólasystkini þeirra fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. Og ég geri ekki lítið úr þínum lífsskoðunum og afstöðu þótt meirihluti barna í skóla barna þinna fari í kirkjuheimsókn en börnin þín ekki. Það er ekki mismunun í mínum augum. Ef það er mismunun í þínum augum þá spyr ég hvort það eigi ekki líka við um það ef kristin börn mega ekki fara í slíkar heimsóknir vegna þess að örfá börn af annarri trú eru í sama skóla? Ég vil ekki að örfáir einstaklingar geti sett fjöldanum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum. Slíkar heimsóknir eru liður í fræðslu um sið og trú meirihluta þjóðarinnar. Á meðan fá börn þeirra foreldra sem vilja ekki að þau taki þátt í heimsókninni að vinna að öðrum verkefnum eða heimsækja eigin trúfélag ef svo ber undir. Þurfa ekki sum börn líka að vera eftir við aðra iðju í skólanum á meðan íþróttamenn úr þeirra hópi fá leyfi til keppnisferða? Er það mismunun og brot á mannréttindum barnsins eða foreldra? Ég tel reyndar að börnin þín verði víðsýnni ef þau fá að kynnast ólíkum siðum og hefðum annarra barna. Sama á við um hin kristnu börn. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ákveða og miðstýra samskiptum skóla annars vegar og kirkju og ýmissa félaga hins vegar. Ég tel að fjölbreytni eigi að fá að ríkja á sem flestum sviðum. Skólahverfi eru ólík og hefðir sem skapast hafa í samskiptum skóla og kirkju eru með einum hætti hér og öðrum þar. Opið þjóðfélag hlýtur að stuðla að því að fólk læri sem mest og um sem flest. Við þurfum að vita og þekkja vel og vandlega sögu okkar og menningu, einnig trú þjóðarinnar í þúsund ár, um leið og við fræðumst um önnur trúarbrögð. Að gera presta eina að trúboðum og segja að þeir megi ekki koma að neinu starfi innan skóla tel ég vera atlögu að starfsheiðri þeirra. Prestar með 5 ára háskólamenntun að baki og í mörgum tilfellum framhaldsnám að auki hafa margt fram að færa í þjóðfélaginu. Þegar slys verða og dauðsföll og prestar eru kallaðir til að hugga fólk þá gera þeir það af varfærni og yfirvegun sem sérfræðingar á svið sorgar og áfalla. Prestar starfa til að mynda með Almannavörnum og eru þar teknir gildir sem fagmenn. Tillögur meirihluta Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. Fordómar eru alltaf vondir enda byggjast þeir á fáfræði og þröngsýni. Ölum ekki á fordómum gegn neinum hópum í þjóðfélaginu, hvorki prestum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður Guðmundur Ingi og þakka þér fyrir að bregðast við grein minni. Í henni benti ég á að leikskólabörn hefðu verið leidd til þátttöku í atferli og undir tákni sem ég tel að hafi í sér fólgið trúarlega tilvísun eða í það minnsta vísi til tiltekinna gilda og menningar og til sögulegrar hreyfingar með sína hugmyndafræði. Ég vildi benda á að trú og trúboð er miklu víðar í samfélaginu en á vegum presta Þjóðkirkjunnar. Ég gef mér það að prestar hefðu líklega ekki fengið leikskólastjóra til þess að leyfa börnunum að taka þátt í sambærilegri göngu undir merki krossins og í anda kenninga Jesú Krists. Dæmið var sett fram til þess að sýna fram á að trúboð er víða í gangi í þjóðfélaginu - og það er líka allt í besta lagi með það. Trú er ekki eitthvað sem hvergi má tala um nema bak við luktar dyr í musterum eða kirkjum. Trú er snar þáttur í lífi flestra manna og hún verður ekki einangruð við sérstök hús eða staði. Trúin er hluti af menningu okkar. Í skólum eru yfir 90% barna frá kristnum heimilum, þau eru skírð og fermd. Auðvitað á að fræða um hið trúarlega í skólum, bæði um kristna trú og önnur trúarbrögð en af menningarlegum ástæðum hlýtur kristin trú að fá þar eitthvað meira rými en til dæmis shinto-trú svo dæmi sé tekið. Svo má líka spyrja: Mega prestar kenna í skólum? Auðvitað mega þeir það hafi þeir til þess tilskilda menntun. Prestar og guðfræðingar geta kennt ýmis fræði eins og t.d. trúarbragðafræði. Vandi þeirra er sá sami og allra annarra kennara, að kenna á hlutlægan hátt en ekki hlutdrægan. Tilvísun mín í menningarbyltinguna í Kína fól ekki í sér neina tengingu við „blóðþyrsta kúgara" heldur var ég að vara við miðstýringu á skoðunum og atferli fólks, afnámi fjölbreytileikans sem nú er við lýði í skólahverfum. Byltingar hefjast oft með litlum skrefum í átt til þöggunar og afnáms tjáningarfrelsis. Á t.d. að banna Gídeonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, bók sem er grundvöllur íslenskrar menningar, siðar og gilda? Og er eitthvað að því að sum börn fái sérstök verkefni meðan önnur fara til kirkju? Vilji meirihluta á að ráða svo fremi að hann fari fram á heilbrigðan hátt og án alls ofríkis. Börnin þín þurfa ekki verða fyrir neinni mismunun í skóla þótt skólasystkini þeirra fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. Og ég geri ekki lítið úr þínum lífsskoðunum og afstöðu þótt meirihluti barna í skóla barna þinna fari í kirkjuheimsókn en börnin þín ekki. Það er ekki mismunun í mínum augum. Ef það er mismunun í þínum augum þá spyr ég hvort það eigi ekki líka við um það ef kristin börn mega ekki fara í slíkar heimsóknir vegna þess að örfá börn af annarri trú eru í sama skóla? Ég vil ekki að örfáir einstaklingar geti sett fjöldanum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum. Slíkar heimsóknir eru liður í fræðslu um sið og trú meirihluta þjóðarinnar. Á meðan fá börn þeirra foreldra sem vilja ekki að þau taki þátt í heimsókninni að vinna að öðrum verkefnum eða heimsækja eigin trúfélag ef svo ber undir. Þurfa ekki sum börn líka að vera eftir við aðra iðju í skólanum á meðan íþróttamenn úr þeirra hópi fá leyfi til keppnisferða? Er það mismunun og brot á mannréttindum barnsins eða foreldra? Ég tel reyndar að börnin þín verði víðsýnni ef þau fá að kynnast ólíkum siðum og hefðum annarra barna. Sama á við um hin kristnu börn. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ákveða og miðstýra samskiptum skóla annars vegar og kirkju og ýmissa félaga hins vegar. Ég tel að fjölbreytni eigi að fá að ríkja á sem flestum sviðum. Skólahverfi eru ólík og hefðir sem skapast hafa í samskiptum skóla og kirkju eru með einum hætti hér og öðrum þar. Opið þjóðfélag hlýtur að stuðla að því að fólk læri sem mest og um sem flest. Við þurfum að vita og þekkja vel og vandlega sögu okkar og menningu, einnig trú þjóðarinnar í þúsund ár, um leið og við fræðumst um önnur trúarbrögð. Að gera presta eina að trúboðum og segja að þeir megi ekki koma að neinu starfi innan skóla tel ég vera atlögu að starfsheiðri þeirra. Prestar með 5 ára háskólamenntun að baki og í mörgum tilfellum framhaldsnám að auki hafa margt fram að færa í þjóðfélaginu. Þegar slys verða og dauðsföll og prestar eru kallaðir til að hugga fólk þá gera þeir það af varfærni og yfirvegun sem sérfræðingar á svið sorgar og áfalla. Prestar starfa til að mynda með Almannavörnum og eru þar teknir gildir sem fagmenn. Tillögur meirihluta Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. Fordómar eru alltaf vondir enda byggjast þeir á fáfræði og þröngsýni. Ölum ekki á fordómum gegn neinum hópum í þjóðfélaginu, hvorki prestum né öðrum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun