Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Óli Tynes skrifar 12. apríl 2010 16:40 Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira