Um forgang í leikskóla 10. júní 2010 06:00 Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun