Við tryggjum ekki eftir á Össur Skarphéðinsson skrifar 11. október 2010 06:00 Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar