Að mótmæla – eða mæla með 11. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar