Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna 13. apríl 2010 10:30 MYND/365 Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira