Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Pétur Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2010 05:45 Breitt bil Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming.Fréttablaðið/Stefán Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira