Vilja draga umsókn til baka 15. júní 2010 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira