Barátta sem skilaði árangri 20. ágúst 2010 03:00 raunverulegi Avatar-ættbálkurinn Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Vedanta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum.
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira