Barátta sem skilaði árangri 20. ágúst 2010 03:00 raunverulegi Avatar-ættbálkurinn Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Vedanta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum.
Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði