Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2010 18:45 Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira